Skip to content

Námsbrautir

Við bjóðum upp á allar tegundir meiraprófsréttinda. Hér fyrir neðan má sjá helstu réttindaflokka en til viðbótar við þessi réttindi bjóðum við einnig upp á stóran pallbíl (C1 réttindi) og litla rútu fyrir allt að 16 farþegum (D1 réttindi). Hægt er svo að fá eftirvagnaréttindi á hvoru tveggja.

Frekari upplýsingar um verð má finna með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan

Vörubifreið

Bóklegir þættir fyrir vörubifreið;
Í grunnnámi eru kenndar fjórar námsgreinar í alls 52 kennslustundir.
Umferðarfræði (UF) – 12 stundir. Umferðarsálfræði (US) – 12 stundir. Bíltækni (BT) – 12 stundir. Skyndihjálp (SK) – 16 stundir.
Í framhaldsnámi er: Stór ökutæki (SÖ) – 32 stundir.

Samtals 84 kennslustundir bóklegt.

Verkleg kennsla er 12 tímar og próftími, samtals 13 tímar.
Verkleg kennsla fer jafnan fram á tímanum 8.00 til 16.00 á virkum dögum

Vörubifreið með eftirvagni

Til að geta tekið vörubífreið með vagni (meirapróf) þarf að vera búin að taka vörubifreið.

Bóklegir þættir fyrir eftirvagn;
Eftirvagnar (EV) – 4 stundir.

Verkleg kennsla er 7 tímar og próftími, samtals 8 tímar.
Verklegar æfingar fara að jafnaði fram á tímabilinu 8.00 til 16.00 á virkum dögum.

Hópferðarbíll

Bóklegir þættir fyrir hópbifreið;
Í grunnnámi eru kenndar fjórar námsgreinar í alls 52 kennslustundir.
Umferðarfræði (UF) – 12 stundir.
Umferðarsálfræði (US) – 12 stundir.
Bíltækni (BT) – 12 stundir.
Skyndihjálp (SK) – 16 stundir.

Í framhaldsnámi eru þessar námsgreinar;
Stór ökutæki (SÖ) – 32 stundir.
Ferðafræði (FF) – 16 stundir.

Samtals 100 st.
Verkleg kennsla er 12 tímar og próftími, samtals 13 tímar.

Ef tekið hefur verið próf á vörubifreið, þá ganga 4 vörubílatímar upp í 12 tímana og því verða þeir 8. st. og prófið sá 9.

Verklegar æfinga fara að jafnaði fram á tímabilinu 8.00 til 16.00 á virkum dögum.

Leigubifreið

Bóklegir þættir fyrir leigubifreið;
Í grunnnámi eru kenndar fjórar námsgreinar í alls 52 kennslustundir.
Umferðarfræði (UF) – 12 stundir.
Umferðarsálfræði (US) – 12 stundir.
Bíltækni (BT) – 12 stundir.
Skyndihjálp (SK) – 16 stundir.

Í framhaldsnámi er þessi námsgrein;
Ferðafræði (FF) – 16 stundir.
Verkleg kennsla er 3 tímar og próftími, samtals 4 tímar.
Verklegar æfinga fara að jafnaði fram á tímabilinu 8.00 til 16.00 á virkum dögum.